Einstök einkaleyfisvarin hönnun.

Mixxit er fyrsti ferðablandarinn til að sameina nýstárlega og ferska hönnun og kraftmikinn blandara. Þar sem hann er verndaður af evrópskum hönnunarrétti geturðu verið viss um að þú ert að kaupa einstaka vöru.

Þráðlaus hleðsla.

Auðvelt er að hlaða Mixxit með þráðlausri hleðslustöð sem fylgir með. Engar fleiri snúrur sem eru erfiðar viðureignar. Smelltu honum einfaldlega á sinn stað og eftir 2-3 tíma hleðslu geturðu notið smoothies, djúss og hristinga á ferðinni.

Snjallviðmót.

Mixxit er með frumlegt snjallviðmót.
Það veitir ekki bara hinn fullkomna blöndunarhraða fyrir allar gerðir ávaxta, grænmetis og hneta heldur er það líka með öryggiseiginleika sem kemur í veg fyrir leka.

Kraftmikil vél & rafhlaða.

Mixxit blandar allt, frá frosnum berjum til hneta til grænmetis, þökk sé 70 vatta mótor sem snýst allt að 18.000 snúninga á mínútu. Fullhlaðin rafhlaða veitir 8-10 blandanir áður en það þarf að hlaða hana.

 

Mixxit með merkinu þínu?

Ertu tilbúin/n að skera þig frá fjöldanum með flösku sem blandar? Sérmerktu Mixxit-blandarann þinn til að  verða aðalumræðuefnið á skrifstofunni og í ræktinni!

AUÐVELT AÐ ÞRÍFA!

Skrúfaðu bæði botninn og toppinn af til að skola mixxit auðveldlega með vatni.

 

Þolir uppþvottavélar

Allir hlutar Mixxit þola að fara í uppþvottavél nema mótorinn sjálfur. Mixxit er fullkomlega vatnsheldur en þó er best að skola hann undir krananum. Það er gert með því að skrúfa hlutana í sundur.

Kraftmikill en hljóðlátur

Viltu blanda þér morgunmat eða hollt snarl á skrifstofunni án þess að trufla vinnufélagana? Vélarhlíf Mixxit var hönnuð til að lækka hljóðið í mótornum eins mikið og hægt er. Þetta passar að enginn gjóti til þín augunum af reiði.

is_IS
is_IS

Word een verdeler!

Bent u een (web)winkel, groothandel of distributeur?

Laat uw gegevens achter in onderstaand contactformulier en we beantwoorden u snel.

 

10 + 13 =

Karfan mín

Karfan þín er tóm.

Þú virðist ekki hafa valið ennþá