Hvernig getum við hjálpað?

< Öll umræðuefni
Prentaðu

Mixxit-ið mitt virkar ekki

 1. 1) Ég ýti á ráshnappinn en ekkert gerist.
 2. –Ýttu á ráshnappinn  til að byrja.
 3. –Gættu að því að mótorinn sé rétt tengdur  við flöskuna. Á flöskunni finnur þú gagnsæjan hálfmána undir textanum; hann ætti að vera á miðri punktalínunni. Allar aðrar stellingar virka ekki.
 4. –Passaðu að fylla ekki Mixxit-ið þitt yfir ráðlögðu magni.
 5. Með mótorinn rétt tengdan geturðu bætt við hráefnum gegn um flöskuhálsinn. Þá skaltu ekki fylla flöskuna meira en svo að það sé 1cm að byrjun flöskuhálsins.
 6. Þú getur líka snúið flöskunni á hvolf til að fylla hana með stærri bitum en ekki fylla hana meira en svo að það sé 1cm að textanum. Gættu að því að tengja mótorinn rétt við þegar þú ert búin/n.
 7. 2) Hvítt ljós logar.
 8. –Ef þú skrúfar flöskuna af Mixxit-inu þínu, sérðu  lítinn segul? Hann er staðsettur á svæðinu á flöskunni sem snýst, rétt fyrir neðan textann og gagnsæja hálfmánann. Það getur verið erfitt að sjá þennan segul, leitaðu að litlum gráum rétthyrningi.
 9. – Það er öryggi á Mixxit-inu. Þetta þýðir að ef flaskan er ekki rétt staðsett á vélinni geturðu hvorki hlaðið hana né notað blandarann. Sjá hér að ofan.
 10. 3) Rautt ljós logar.
 11. –Er Mixxit-ið þitt hlaðið? Ef það logar rautt ljós  er rafhlaðan dauð. Það er öryggisútbúnaður á Mixxit-inu sem gerir það að verkum að ef flaskan er ekki rétt staðsett á mótornum geturðu hvorki notað blandarann né hlaðið hann.
 12. –Er hleðslustöðin  rétt tengd við Mixxit-ið þitt og er hún í sambandi? Skoðaðu kaflann „Hleðsla“ sem þú finnur undir „Mitt Mixxit“.
 13. 4) Ég næ ekki að hreinsa Mixxit-ið mitt almennilega.
 14. Það eru nokkrar aðferðir til að hreinsa Mixxit-ið þitt. Þú getur fundið þær undir kaflanum „Hreinsun“.
 15. – Flöskuna má setja í uppþvottavél án gúmmíhandfangsins.
 16. – Mótorinn má einungis þvo í höndunum. Forðastu að skilja hann of lengi eftir í vatni. Ábyrgðin nær ekki yfir vatnsskemmdir.
 17. – Ef þú notar svamp skaltu nota mýkri hliðina til að forðast að rispa Mixxit-ið.
Fyrri Litir á ljósi
Inhoudsopgave
is_IS
is_IS

Word een verdeler!

Bent u een (web)winkel, groothandel of distributeur?

Laat uw gegevens achter in onderstaand contactformulier en we beantwoorden u snel.

 

8 + 1 =

Karfan mín

Karfan þín er tóm.

Þú virðist ekki hafa valið ennþá