Hvernig getum við hjálpað?

< Öll umræðuefni
Prentaðu

Gangsetning fyrsta Mixxit-sins míns

Velkomin/n í Mixxit 101!

Á þessari síðu hjálpum við þér að nota fyrsta Mixxit-ið þitt.
Fylgdu þessum leiðbeinungum til að forðast að gera mistök.

1) Þegar Mixxit-ið þitt kemur verður QR-kóði á kassanum. Ef þú skannar hann tekur hann þig hingað.
Þú finnur líka notkunarleiðbeiningar í kassanum. Þú skalt lesa hvorttveggja vandlega.

2) Þegar þú opnar kassann sérðu hleðslustöðina þína, passaðu að henda henni ekki.
Það er USB-tengi á hleðslustöðinni sem þýðir að þú getur hlaðið Mixxit-ið þitt í gegn um fartölvu, borðtölvu eða einfaldlega með því að nota innstungu. Það 2-3 tíma að hlaða Mixxit-ið að fullu. Við fjöllum frekar um það hvernig á að fara rétt að seinna í leiðbeiningunum.

3) Taktu Mixxit-ið þitt úr kassanum.
Fyrst skulum við athuga snögglega hvort það séu einhverjir framleiðslugallar.
– Er gúmmíhandfang utan um flöskuhálsinn?


– Ef þú skrúfar flöskuna af Mixxit-inu þínu, sérðu lítinn segul? Hann er staðsettur á svæðinu á flöskunni sem snýst, rétt fyrir neðan textann og gagnsæja hálfmánann. Það getur verið erfitt að sjá þennan segul, leitaðu að litlum gráum rétthyrningi.


-Settu vatn í Mixxit-ið þitt og lokaðu því þétt. Veltu því um til að sjá hvort það haldist þurrt að utanverðu og sé því lekahelt.

– Athugaðu hvort ráshnappurinn sé rétt staðsettur. Þá er hann beinn og þú getur rennt fingri yfir hann hnökralaust.


– Ef þú sérð einhverja galla á Mixxit-inu þínu skaltu senda þjónustuverinu skilaboð á vefsíðunni eða hafa samband við verslunina þar sem þú keyptir Mixxit-ið.

4) Áður en þú byrjar að nota Mixxit-ið þitt þarftu að fullhlaða það á réttan hátt.
Þetta hjálpar líka endingartíma rafhlöðunnar.
– Settu flöskuna rétt á vélina. Á flöskunni sérðu gagnsæjan hálfmána undir textanum. Hann á að vera á miðri punktalínunni á vélinni. Allar aðrar stellingar virka ekki.


– Það er öryggisútbúnaður á Mixxit-inu. Þetta þýðir að ef flaskan er ekki rétt staðsett á vélinni geturðu ekki hlaðið tækið og ekki heldur notað blandarann.

– Settu Mixxit-ið rétt á hleðslustöðina.


– Á meðan verið er að hlaða tækið blikkar ljós á hleðslustöðinni. Þannig veistu að Mixxit-ið er að hlaða sig. Ef ljósið er stöðugt er Mixxit-ið tilbúið til hleðslu. Ef ljósið er strax stöðugt gæti verið að Mixxit-ið sé ekki rétt tengt við hleðslustöðina.

5) Mixxit-ið þitt er fullhlaðið og þú ert tilbúin/n að búa til þinn fyrsta smoothie.
Nú geturðu valið hvernig þú vilt fylla Mixxit-ið.
– Með mótorinn rétt tengdan geturðu bætt við hráefnum gegn um flöskuhálsinn. Þá skaltu ekki fylla flöskuna meira en svo að það sé 1cm að byrjun flöskuhálsins.
– Þú getur líka snúið flöskunni á hvolf til að fylla hana með stærri bitum en ekki fylla hana meira en svo að það sé 1cm að textanum. Gættu að því að tengja mótorinn rétt við þegar þú ert búin/n.
Passaðu alltaf að setja nógu mikinn vökva í Mixxit-ið svo þú fáir jafna blöndu.

6) Að kveikja á Mixxit-inu þínu.
Til að kveikja á Mixxit-inu skaltu ýta tvisvar snöggt á ráshnappinn. Mixxit-ið blandar í 30 sekúndur og slekkur svo á sér sjálfkrafa. Til að stöðva Mixxit-ið þitt skaltu ýta einu sinni snöggt á ráshnappinn.
Allar aðrar aðferðir virka ekki. Gættu einnig að ýta ekki of fast á hnappinn. Á meðan á blöndun stendur geturðu hrist Mixxit-ið þitt til að auðvelda blöndunina.
Ef þú vilt vita hvað litirnir á Mixxit-inu þínu þýða skaltu lesa kaflann „Litir á ljósi“.

7) Hvað má fara í Mixxit-ið mitt?
Við ráðleggjum alltaf að nota vökva þegar þú býrð til smoothie þar sem það gerir það einfaldara að blanda. Ef þú vilt vita hvað má fara í Mixxit-ið þitt skaltu lesa kaflann „Hvað má ég setja í Mixxit-ið mitt“

8) Að hreinsa Mixxit-ið þitt.
Það eru nokkrir valkostir til að hreinsa tækið þitt sem fjallað er nánar um í kaflanum „Hreinsun“.
– Flöskuna má setja í uppþvottavél ef gúmmíhandfangið er fjarlægt.
– Mótorinn má einungis þvo í höndunum. Forðastu að skilja hann of lengi eftir í vatni. Ábyrgðin nær ekki yfir vatnsskemmdir.
– Ef þú notar svamp skaltu nota mýkri hliðina til að forðast að rispa Mixxit-ið.

9) Vandamál?
Hefurðu fylgt öllum þessum skrefum en ert samt með vandamál? Hafðu samband við þjónustuverið á vefsíðunni eða verslunina þar sem þú keyptir Mixxit-ið þitt. Skoðaðu skilyrðin fyrir skilum á varningi og ábyrgð á vefsíðunni okkar.

Fyrri Að fylla Mixxit-ið mitt
Næsti Gott að vita
Inhoudsopgave
is_IS
is_IS

Word een verdeler!

Bent u een (web)winkel, groothandel of distributeur?

Laat uw gegevens achter in onderstaand contactformulier en we beantwoorden u snel.

 

7 + 13 =

Karfan mín

Karfan þín er tóm.

Þú virðist ekki hafa valið ennþá